Fyrirboði í Bjóluhjáleigu

Fyrirboði snjóflóða á Seyðisfirði birtist hjónunum í Bjóluhjáleigu

Að morgni þess 18. febrúar 1885 var barið á dyr og riðið húsum á bænum Bjóluhjáleigu þar sem bjuggu þá hjónin Jón Eiríksson og Guðrún Filippusdóttir. Þetta gerðist rétt áður en hörmulegt snjóflóð féll á Seyðisfirði. Meðal þeirra 24 sem þar fórust var fjölskylduvinur hjónanna í Bjóluhjáleigu, Markús Jóhansen frá Odda á Rangárvöllum. Ekki fréttist af snjóflóðinu í Bjóluhverfið fyrr en mánuðum seinna en þá var talið að þessi dularfulla heimsókn hefði verið fyrirboði slyssins á Seyðisfirði. GuðJón Jónsson bóndi í Ási, sonur Bjóluhjáleiguhjóna skráði stutta frásögn um þetta og ein af vinnukonum á bænum vottar þar að rétt er eftir haft.

(Syndir feðr. III, 172)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.