Kveðja heimilisvættanna á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason /1895-1971) frá Heiði á Síðu frá fyrirburði sem varð á Heiði skömmu áður en hann fluttist þaðan alfarinn á þriðja áratug 20. aldar. 

Þremur dögum áður en ég fór frá Heiði var ég að innrétta þar stofu. Og þar sem ég stend á miðju gólfinu þá kemur skerandi hátt eins og saknaðarhljóð upp úr jörðinni svo að gólfið nötraði. Svo að ég hugsaði með mér, ja nú eru víst heimilisvættirnir að kveðja mig. En það skyldi nú aldrei vera, ég færi nú aldrei í burtu. En það fór nú svo, að ég fór eftir þrjá daga. Ég tók talsverðan kipp við þetta en hugsaði svo ekki meira um það. Ég held að þetta hafi verið heimilisvættirnir, þeir hafa verið að kveðja mig. Ég kallaði þetta heimilsvætti en annarstaðar voru þetta kallaðir landvættir.

Eftir sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2309). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012483

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.