Skaftfellskir nykrar voru oft sagðir í nautslíki og tóku þá stundum á sig mynd Þorgeirsbola og drógu húðina á eftir sér. Einn slíkur var talinn vera í vatni við Fjósakot í Meðallandi, hér segir Rannveig Einarsdóttir (1895-1990) frá Strönd í Meðallandi frá tildrögum hans.
Það var einhverntíma verið að slátra kvígu, og það var búið að flá hana til hálfs. Þá voru karlarnir kallaðir inn í kaffi. Þegar þeir komu aftur út, hafði kvígan hlaupið, dragandi húðina, austur að Fjósakoti í vötn sem þar voru.
Frásögn Rannveigar Einarsdóttur frá Strönd í Meðallandi. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í apríl 1974 (SÁM 92/2595): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1015145