Slysfarir í Kúðafljóti

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknunum í Kúðafljóti snemma á 20. öld. 

Í Kúðafljóti drukknaði, skömmu eftir aldamótin 1900, Eggert Guðmundsson ljósmyndari  frá Söndum [1905]og Einar Bergsson bóndi á Mýrum í Álftaveri [1918]. Þar drukknaði líka séra Sveinn Eiríksson prestur í Ásum í Skaftártungu [1907]. Hann drukknaði í Kúðafljóti á móts við Leiðvelli. Hann var á tveimur hestum en hafði töskurnar á betri hestinum. Og svo fór að hann drukknaði í vatninu en hestarnir fundust morguninn eftir á árbakkanum.

Sögn Þorbjörns Bjarnasonar (SÁM 902309 og 90/2336) viðtöl Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012479 og https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012810

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.