Þurutóft – álög og reimleikar

Þurutóft heitir lítil grasi gróin rúst í fjárhúsatúni í landi Efra Sels. Þar bjó á liðinni öld einsetukerling sem Þuríður hét og eru þau álög á tóft þessari að hana má ekki slá og ekki hreyfa við henni. Einu sinni var það gert á þessari öld og urðu þá ýmis óhöpp hjá bóndanum og vinnumanni sem staðið hafði að slættinum. Reimt þótti og í Þurutóft og segja munnmæli að Hallbera nokkur í Efra Seli hafi fætt þar barn á laun og grafið innan veggja. Líklega hefur það verið eftir daga Þuríðar. Margrét Einarsdóttir (1861-1946) húsfreyja í Efra-Seli og amma heimildamanns var afar trúuð á hinar huldu vættir og hafði að sögn Guðbjarts skyggnigáfu. Einn álagablett taldi hún við hesthús heim við bæ en nánari sagnir þar um eru týndar.

(HH1, GuBj)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.