Átta konur í útlendum búningi í Mýrdal

1772 sáu margir menn á Hellum í Eystra-Mýrdal átta konur í útlendum búningi ganga frá Dyrhólaey til Reynisfjalls, fram með sjávarströndinni; gengu þær hægt og sungu á leiðinnni og léku á hljóðfæri. Konurnar hufu undir leiti fyrir vestan Reynisfjall og sáust ekki úr því. Lýður sýslumaður Guðmundsson tók vitnisburði af þeim, sem sáu þetta, og skýrði Jóni prófasti Bergssyni frá Kálfafelli frá atburði þessum um vorið bréflega.

 

[Eftir handriti séra Sæmundar Magnússonar Hólms, hrs. Bmfj. 333, 4to.]

Íslenskar þjóðsögur II. MCMXLV. Safnað hefur Ólafur Davíðsson. Akureyri, Þorsteinn M. Jónsson. Bls. 182

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.