Bóndaþúfan er álagablettur

Í svokölluðu Austurtúni Hrafntófta í Djúpárhreppi er strýtumynduð þúfa sem heitir Bóndaþúfa. Þar er Hrafntóftabóndi heygður og bannhelgi er á þúfunni þannig að hana má ekki slá. Munnmæli segja að það fari illa fyrir þeim sem það gerir. Á árunum 1924-1933 bjuggu Jón Jónsson frá Bjóluhjáleigu og kona hans Anna Guðmundsdóttir í Bjóluhjáleigu. Munnmæli herma að sonur þeirra Ingólfur (1909-1984) hafi slegið bóndaþúfuna og í framhaldinu hafi orðið mikil óhöpp…

— VAR ÞAÐ ÞESSI ÞÚFA SEM INGÓLFUR RÁÐHERRA SLÓ ÞEGAR FORELDRAR HANS BJUGGU Í hrafntoftum EÐA ER ÖNNUR BÓNDAÞÚFA Í BJÓLUHJÁLEIGU — jú það var áreiðanlega þessi…(veturinn eftir laust eldingu niður í hlöðuna – kýr drapst og móðir Ingólfs missti heilsuna og náði sér aldrei – Ingólfur trúði á mátt sinn og megin – sagan ekki sögð honum til lasts heldur talað um þetta eins og vherja aðra staðreynd… – eitthvað meira gerðist – hlöðuþak féll…

Tvö önnur þjóðsagnakennd örnefni eru í landi Hrafntófta. Í Gunnugili norðan við Nátthaga er sagt að kona sem Guðrún hét hafi orðið úti. Rétt við mörk Bjólu er á einum stað lítil bunga sem er það eina sem nú sést af húsi sem Benedikt Jónasson frá Saurbæ í Vatnsdal byggði yfir sig árið 1925. Húsið kallaði hann Marz en það var hlaðið úr mýrarhnausum og sniddu. Benedikt bjó þar eitt ár en frá 1930 bjó hann í Baldurshaga í Þykkvabæ.(Örnefnaskrá Hrafntófta, PáJó, BjÞo)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.