Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá einkennilegum fyrirburði sem átti sér stað áður en Oddný Runólfsdóttir (1864-1912) húsfreyja í Holti drukknaði í Fjaðrá.
Í kringum 1900 drukknaði kona frá Holti í Fjaðrá á Síðu. En áður en þetta gerðist heyrði mamma sunginn sálm sem hún kunni, í svokölluðu Hellisnesi, mjög snjallt. En nokkru seinna drukknaði Oddný í ánni.
Sögn Þorbjörns Bjarnasonar (SÁM 90/2299). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012317 .Frá drukknun Oddnýjar segir einnig í viðtali við Þorberg Kjartansson í Morgunblaðinu 265. tbl. 1978 sjá https://timarit.is/page/1506296?iabr=on#