Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá álagahólinum Gráhól sem er í landareigin Heiði.
Á Heiði á Síðu er álagahóll fyrir neðan túnið, sem að Gráhóll heitir. Þetta er mjög skemmtilegur hóll, hann er eins og djúp skál í lögun og nokkrar mannhæðir að dýpt. Og það mátti aldrei láta illa þarna, þá kom eitthvað slys fyrir. Það var reglan á meðan ég var á Heiði að aldrei væri hreyft neitt við hólnum. Við höfum verið að hugsa um það systkinin að láta náttúruverndarfélagið taka við hólnum og girða hann af. Þá ætti að hafa girðinguna svona þrjá metra frá hólnum, og setja svo tré meðfram henni.
Sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2152). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í nóvember 1969 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1011109