Guðrún Jónsdóttir (f. 1876) frá Eyjahólum var eini Íslendingurinn á Títanic. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá Nýjabæ í Meðallandi, síðar bóndi í Álftaveri, frá henni.

Jón Árnason í Eyjahólum átti tvær dætur, önnur hét Þórunn og hin Guðrún. Þórunn giftist Lofti frá Galtalæk á Rangárvöllum. En hin fór til Ameríku og var á Titanic þegar það slys gerðist, 1912. Hún var eini Íslendingurinn í ferðinni og hún bjargaðist með þeim fáu sem komust lífs af. En svo veit ég nú ekkert um hana síðan, nema ég veit það að hún komst í land.

Eftir sögn Jóns Sverrissonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í nóvember 1966 (SÁM 86(833) sjá: https://www.ismus.is/i/audio/uid-d7780fec-4685-4921-9df8-dd2bffd8e626

Leave a Reply