Huldufólksbyggð er í Ingveldarhól sem er í suðurátt frá Stóru Völlum á Landi. Maður sem þarna var á ferð laust fyrir 1900 lagði sig við hól þennan og heyrði hann þá sagt inni í hólnum. “Láttu út trogið Stína” Gegnir þá önnur rödd og segir: “Ég get það ekki, það liggur dólgur í dyrunum.” Reis maðurinn þá upp og hraðaði sér í burtu.
(GJ X, 138, Örnefnaskrá Tjörvastaða)