Leiði Helga bjólu

Forn munnmæli eru að á bænum Bjólu í Holtum sé leiði Helga bjólu og mun þá væntanlega átt við landnámsmanninn sem bjó á Hofi á Kjalarnesi. Forn álög eru að ekki má hræra við leiði þessu en einu sinni gróf Bjólubóndi í hauginn og sýndist honum þá bær sinn standa í ljósum logum. Hljóp hann heim og voru þetta þá sjónhverfingar einar en dugði til að verki var hætt. Sé rétt að Helgi bjóla sé grafinn á þessum stað er líklegast að hann hafi verið þar á ferð og látist. Bærinn hefur þá dregið nafn af manninum. Merkilegt er hinsvegar að álög og forneskja skuli tengjast Helga því hann var einn fárra kristinna landnámsmanna á Íslandi. Aðrar sagnir segja að bæjarnafnið og leiðið tengist írskri konu sem Bjóla hafi heitið. Hún hafi haft selstöðu í Bjólufelli (Bjólfelli) og áð í Bjóluholti (Bolholti). Í örnefnaskrá Bjólu segir um Bjólu þessa að hún hafi haft fornan átrúnað og blótað goð sem bjó í Bjólfelli og á ferðum sínum þangað hafi hún gist í Bolholti. Sæmundur Ágústsson bóndi í Bjólu kannast við sögur þessar og man vel eftir leiðinu sem var ílangt og upphlaðið (SÉST LEIÐIÐ EKKI Í DAG??). (HH1, ÞJÁ IV, 129, Örnefnaskrá Bjóluhverfis, SæÁg)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.