Steinteigadraugurinn

Steinteigar heita hlíðarrætur á landamerkjum Hvamms og Hella undir Skarðsfjalli. Þar þótti fyrr á tíð reimt og talið að þar sé útburðarbæli. Átti útburðurinn til að stökkva upp á herðar fólks sem þar fór um og var hin þyngsta byrði. Vinnumaður sem var í Hvammi á fimmta áratug tuttugustu aldar fór einu sinni um Steinteigana í björtu og góðu veðri og var á heimleið. Skyndilega lagðist á hann mikill þungi, nær óbærilegur. Neytti hann ýtrustu krafta til að staulast áfram en er komið var heim að bæ losnaði hann á augabragði við byrðina (HH1).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.