Göng undir Þjórsá

Á bænum Hellum á Landi er Hellir sem hafður var fyrir fjós og heygarð. Út úr helli þessum gengur afhellir langur. Einu sinni slapp kálfur inn í helli þennan og kom síðar fram á Stóra – Núpi í Eystri Hrepp. Fjósamaður sem elti kálfinn sneri við þegar hann heyrði vatnsnið yfir höfði sér og hugði réttilega að það væri Þjórsá. Hellinum á Hellum hefur verið vel við haldið og er opinn ferðamönnum til skoðunar en hann þykir með merkilegustu manngerðu hellum landsins og er  langur. (ÞJÁ I, 662)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.