Svanhildartangar og Högnalækur

Fjölmörg örnefni sem geyma í sér mannanöfn eru samkvæmt munnmælum tilkomin vegna þess að fólk varð til á þessum stöðum. Skulu hér nefnd dæmi úr Holtum.

Í landi Haga rennur Högnalækur rétt sunnan við bæinn og dregur nafn sitt af presti sem á að hafa drukknað í læk þessum. Svanhildartangi gengur út í Þjórsá í landi Kaldárholts. Þar segja munnmæli að kona sem hét Svanhildur hafi farist í ánni. Annar Svanhildartangi gengur út í Eystra Gíslholtsvatn í landi Gíslholts og þar á einnig að hafa farist kona sem heitið hefur Svanhildur. Er þetta eitt fjölmargra dæmi um flökkusögn sem endurtekur sig á nágrannabæjum án þess að fara víðar. Sverrir Kristinsson í Gíslholti heyrði sögu þessa þannig að hér sé um að ræða eina og sömu konuna sem farist hafi þar sem hún var á leið milli fjóss og bæjar —- á hvaða bæ —-og hafi mjaltaskjólur hennar fundist á Svanhildartanga í Kaldárholtslandi en hún sjálf á samnefndum tanga í Gíslholtsvatni.

(Örnefnaskrár Kaldárholts og Haga, — ath Gíslholts —- SverrirKrist)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.