Drengurinn í Stórumörk

Strönd í Meðallandi

Þá bjó bóndi einn í Stórumörk. Hann átti ungan son ærið keknissaman og óstýrilátan; gekk hann alltaf með steinkasti í hverja smugu sem hann fann, og pikki með staf sínum. Lét hann að engis manns orðum þó að væri fundið, heldur stóð hann upp í hári á hverjum manni. Fór svo fram um hríð. Steinn sá er í innanverðum Merkurengjum er Grásteinn heitir. Lét hann sömu dansferð ganga þar sem annarstaðar. Þessi drengur hvarf snögglega og fannst hvergi hvernig sem leitað var.

Fór þá móðir drengsins til Tómasar á Söndum og bað hann verða vísan hvað af drengnum væri orðið og þá að ná honum. En Tómas færðist undan og hélt henni mundi það lítill harmaléttir. Herti hún svo að Tómasi að hann lofaði að gera sitt til. Einn dag fór hann inn að Grásteini og sat þar hjá steininum allt til kvölds. Þá var líkama drengsins snarað framan í hann öllum bláum og blóðugum, sundurmörðum og tættum. Fór hann svo heim með hræ hans og afhenti móðrinni (Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 3, bls. 570).

.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.