Öfuguggi í Fljótsbotninum

Ýmsar kynjaskepnur voru taldar geta leynst í vötnum fyrr á öldum, og ein þeirra voru svokallaðir öfuguggar. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá Nýjabæ í Meðallandi, síðar bóndi í Álftaveri, frá trú manna á veru slíkra óvætta í Fljótsbotninum á Botnum.

Ég heyrði talað um það að öfuguggi hefði veiðst í Fljótsbotninum í Botnum. Það var álitið að ekki væri hægt að notfæra sér silunginn sem væri í vatninu því það væri hæpið, það gætu verið öfuguggar. Þeir voru álitnir banvænir. En það féll vatn úr þessum Fljótsbotni, fór í fossi fram af svolítilli hamrabrún nokkuð fyrir austan bæinn í Botnum. Og það var talinn einn allra besti veiðistaðurinn þar í hylnum og alltaf varð það mönnum að góðu.

Eftir sögn Jóns Sverrissonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í október 1967 (SÁM 89/1722) sjá https://ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1003320

 

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.