Skipbrotsmenn af George Edward

Skipbrotsmennirnir sáust ári síðar

Júlíus Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri var á gangi með nokkurm mönnum á sandinum þegar verið var að vinna við Persíer-strandið. Árið áður hafði George Edward strandað á sandinum. Þá höfðu fimm skipbrotsmenn orðið úti þegar þeir voru að reyna að komast til byggða. Þar sem Júlíus og félagar voru á gangi var talsverð þoka. Allt í einu sjá þeir hvar fimm menn koma gangandi út úr þokunni. Júlíus ætlar að stoppa þá en þá hverfa þeir. Þykir nokkuð víst að þarna voru komnir skipbrotsmennirnir sem urðu úti árið áður þegar

Persíer strandaði á Höfðafjöru.

(Sögn Katrínar Brynjólfsdóttur í Vík – Stílfært af Sigríði Lilju Einarsdóttur, úr í óbirtri ritgerð Kyngimögnuð náttúra – Þjóðsögur og sagnir)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.