Í Borgartúnsnesi í Þykkvabæ stóð kofi þar sem trúað var að hefðust við tveir afturgengnir strákar og jafnvel átti þar líka að vera útburður. Sauðir voru hafðir í kofa þessum og gættu menn þess að fara þar til gegninga í björtu. Kristján Pálsson sem var bóndi í Borgartúni um aldamótin 1900 brá einu sinni útaf þessu, enda ekki mjög trúaður á draugasögur. Gaf hann á jötu sauðanna en er hann ætlaði út aftur fann hann engar dyr á kofanum, hvernig sem hann þreifaði fyrir sér. Fór hann fram og aftur um kofann en allsstaðar var heill veggur. Bað hann þá heitt til guðs að leysa sig úr þessum vanda og við það opnuðust dyrnar og hann komst út. Kristján reif síðar þetta hús en áfram þótti óhreint á þessum slóðum.

(ÁÓ 1962, 258, HH3).

Leave a Reply