Allsber kona í Skarðsfjalli

Jón Jónsson (Árnasonar frá Galtalæk) vinnumaður á Hellum á Landi var á ferð yfir Skarðsfjall á síðari hluta 19. aldar þegar á móti honum kom allsber kona og fór svo geyst að hárið flaksaðist um það bil beint aftur af höfðinu. Hryssan, sem Jón reið, þaut upp úr götunum, og þá fannst honum konan strjúkast við kné sér og varð við það svo hræddur, að hann vissi eigi af sér, fyrri en hryssan stansaði á hlaðinu á Hellum… Það stóð heima að á meðan Jón var á ferð yfir fjallið hafði húsfreyjan í Götu, sem var hjáleiga frá Hellum, andast (Rau IV, 86).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.