Fimmhundraðadý og Kaldólfur

Saga örnefna

Rétt sunnan við bæjarhús í Köldukinn er hóllinn Kaldólfur eða Kaldólfskinn. Sagt er að þar sé grafinn Kaldólfur sá er fyrstur byggði í Köldukinn og einnig hefur lifað sú sögn að bærinn hafi upphaflega heitið Kaldólfskinn. Kaldólfur var sóldýrkandi og trúði á þann sem skapað hefði sólina. Hann lét því grafa sig þar sem sólar nyti best. Sú náttúra fylgir Kaldólfskinn að þar hefur aldrei hrakist hey svo vitað sé. Fimmhundraðadý er í mýri 300 m. suðaustur af bænum. Fylgir því sú saga að í því hafi drepist naut sem metið var á 500 fiska. Önnur sögn er að í það hafi verið kastað 500 málfiskum skemmdum.

(Örnefnaskrá Köldukinnar, HH3)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.