Huldukona fær lánað naut og Ölver í Ölversholti

Huldukona fær lánað naut

Í Ölversholti í Holtum bar það við laust fyrir aldamótin að huldukona kom þar að næturþeli og fékk lánað naut. Hún skilaði nautinu aftur fyrir dagmál en það sem merkilegast þótti við þennan atburð að svo virðist sem hún hafi fengið að láni til ferðarinnar vinnukonu af næsta bæ, án þess að sú yrði þess vör. Hún hafði háttað kvöldið áður og farið úr þurrum sokkum en kom að þeim rennblautum morguninn eftir. Í Ölversholti varð húsfreyja vör við að álfkonan hafði konu með sér þegar hún kom að ná í nautið og heyrðist af málróm það vera umrædd vinnukona (GJ II, 137).

Ölver í Ölversholti

Í túni Ölversholts er hóll sem heitir Ölver. Munnmæli herma að þar sé heygður Ölver sá sem fyrstur byggði bæ þennan (Örnefnaskrá Ölversholts, SólvBenjam).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.