Skrímsli og furðudýr

Graður kumbur í Kumburtjörn

Kumbur er annað nafn á furðuskepnunni nykur og til eru örnefni sem dregin eru af þessu nafni nykursins. Hjá Skarði í Landsveit er Kumburtjörn og í henni býr nykur sem er ýmist þar eða í vatni hjá Háholti í Gnúpverjahreppi. Einu sinni kom graðnykur úr Kumburtjörn og fyljaði meri eina. Folaldið sem merin átti varð […]

Graður kumbur í Kumburtjörn Read More »

Ormur í Ytri – Rangá

Ormur liggur á gulli í Ytri-Rangá og setur upp kryppuna.  Gutlfoss heitir lítill foss eða flúð í Ytri – Rangá á mörkum Árbæjar og Árbakka en bær sá hét áður Snjallsteinshöfðahjáleiga. Ingibergur Runólfsson (1895 – 1981) frá Snjallsteinshöfðahjáleigu taldi að þetta væri afbökun á nafninu Gullfoss og tilfærir máli sínu til stuðnings sögu sem hann

Ormur í Ytri – Rangá Read More »

Lömb með hrafnsgogga

Guð launar fyrir hrafninn 1891 gerðist það á tveimur bæjum í Holtunum, Brekkum og Litlu Tungu að þar fæddust mörg vansköpuð lömb. Í stað snoppu höfðu lömbin trjónur líkar hrafnsgoggum. Atvik þetta var rakið til þess að sumarið áður höfðu piltar frá öðrum bænum skorið fætur undan hrafnsungum en skilið ungana eftir lifandi nærri hrafnslaupnum.

Lömb með hrafnsgogga Read More »

Vatnaskrímsli fyljar meri

Saga af því að skrímsli fylji meri og önnur saga af því að skrímsli hafi náð til kýr. Merin og kúin eignast vatnskennd afkvæmi sem ekki lifa.  Elías Halldórsson fræðimaður frá Sandhólaferju segir á einum stað frá því að skrímsli hafi átt það til að fylja merar og kelfa kýr. Á ótilgreindum bæ á Skeiðum

Vatnaskrímsli fyljar meri Read More »

Skrímsli í Þjórsá

Margir sáu skrímsli í Þjórsá en ekki ber saman lýsingum á útliti þeirra.  Stórt skrímsli er í Þjórsá neðarlega skammt frá bænum Sandhólaferju þar sem var aðal ferjustaður árinnar áður en hún var brúuð fyrir rúmri öld síðan. Fyrstur sá skrímsli þetta svo skrásett sé var Þórður sterki Þórðarson ferjumaður sem bjó síðustu æviár sín

Skrímsli í Þjórsá Read More »

Ókind í fjörunni

Fjaran við Þykkvabæ er nú þekktust fyrir strand Vikartinds árið 1997 en þar varð á fyrri tíð oft vart sjóskrímsla. Voru það einkum fjörumenn sem urðu þeirra varir, en svo voru kallaðir þeir karlar sem gengu fjöruna í leit að reka. Guðmundur Runólfsson bóndi í Búð í Þykkvabæ (1853-1899) fór einu sinni á fjöru við

Ókind í fjörunni Read More »

Skötutjörn

Græðgin var ekki fólkinu til góðs Skötutjörn heitir á Þingvöllum í Árnessýslu tjörn ein lítil, landnorðanvert við túnið. Er það pollur einn luktur klettum. Úr polli þessum liggja gjáteygingar heim undir kálgarðinn sem er fyrir austan tröðina heim að Þingvallabæ, og í enda gjárinnar er vatnsbólið frá Þingvöllum. Þegar maður lítur yfir tjörn þessa og

Skötutjörn Read More »

Skrímsli á Mýrdalssandi

Sögur af kvikindi sem sést hefur á Mýrdalssandi. Kvikindið líkist otur eða tófu og ræðst á menn ekki langt frá því þar sem steinninn Latur er á sandinum “Otur eða einhver andskotans ótóg hefur lengi haldið sig á Mýrdalssandi.” Það hafa margir ferðamenn fengið að reyna og fæstir sagt mikið frá. Jón Símonarson og Sigrún

Skrímsli á Mýrdalssandi Read More »