Kothóll á Lyngum

Álagablettir eru af ýmsu taki en flestir eiga þeir það sameiginlegt að þá má ekki slá. Hér segir Einar Sigurfinnsson (1884-1979) frá Háu-Kotey í Meðallandi frá einum slíkum, Kothól í landi Lynga.

Kothóll hjá Lyngum var gamalt bæjarstæði. Hann var álagablettur sem ekki mátti slá og ekki heldur breiða hey á. Það var þó freistandi að bera á hann hey upp úr Beraflóðinu sem var þar rétt hjá, því þurrkvöllur var ekki annar þarna en hóllinn. En ef hey var breitt á hólinn átti það að fjúka. Jón Ásmundsson [bóndi á Lyngum 1869-1923] breiddi einu sinni hey á hólinn og þá kom hvirfilvindur og feikti heyinu.

Eftir sögn Einars Sigurfinnsonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í nóvember 1967 (SÁM 89/1735) sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1005906

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.