Stórutáarliðurinn prestsins

Allmargir hafa drukknað í Ytri – Rangá og skal hér aðeins sögð saga af einu slíku slysi.

Síra Auðunn Jónsson prestur á Stóru – Völlum á Landi var á ferð frá því að sakramennta embættisbróður sinn austan ár þann 8. ágúst 1817. Prestur var einn á ferð og ætlaði yfir Rangá á vaði hjá Snjallsteinshöfðahjáleigu. Enginn var til frásagnar um afdrif prests og lík hans fannst aldrei. En mörgum árum seinna fannst stígvél af öðrum fæti hans og var stórutáarliðurinn í stígvélinu. Vöð á Ytri Rangá á þessum slóðum eru rétt ofan við svonefndan Gutlfoss

(GJ V, 137, sbr. Örnefnaskrá Snjallsteinshöfðahjáleigu, AnH, VaB).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.