Drengurinn í Pétursey

Fyrir fáum árum eru þeir dauðir sem muna eftir viðburði nokkrum í Pétursey í Mýrdalnum. Það var svoleiðis varið að í Pétursey er stór steinn sem fólk hefur haft trú á að huldufólk væri í, og því bönnuðu húsbændurnir á bænum börnum sínum að vera nálægt þessum steini, en einn drengur, sonur bóndans, hlýddi ekki og var alltaf að leika sér nálægt steininum. Einu sinni hvarf drengurinn og hans var leitað, einkum nálægt steininum. Um veturinn sat fólkið í fjósi og þá sýndist bóndanum hann sjá son sinn koma inn í fjósið tvisvar um veturinn í töturlegum fötum, en hvarf aftur. En vorið eftir fannst beinagrindin af drengnum hjá steininum.

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 3, bls. 60).

.

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.