Rangárþing ytra og Ásahr.

Huldufólksbyggð í Ingveldarhól

Huldufólksbyggð er í Ingveldarhól sem er í suðurátt frá Stóru Völlum á Landi. Maður sem þarna var á ferð laust fyrir 1900 lagði sig við hól þennan og heyrði hann þá sagt inni í hólnum. “Láttu út trogið Stína” Gegnir þá önnur rödd og segir: “Ég get það ekki, það liggur dólgur í dyrunum.” Reis […]

Huldufólksbyggð í Ingveldarhól Read More »

Ormur í Ytri – Rangá

Ormur liggur á gulli í Ytri-Rangá og setur upp kryppuna.  Gutlfoss heitir lítill foss eða flúð í Ytri – Rangá á mörkum Árbæjar og Árbakka en bær sá hét áður Snjallsteinshöfðahjáleiga. Ingibergur Runólfsson (1895 – 1981) frá Snjallsteinshöfðahjáleigu taldi að þetta væri afbökun á nafninu Gullfoss og tilfærir máli sínu til stuðnings sögu sem hann

Ormur í Ytri – Rangá Read More »

Stórutáarliðurinn prestsins

Allmargir hafa drukknað í Ytri – Rangá og skal hér aðeins sögð saga af einu slíku slysi. Síra Auðunn Jónsson prestur á Stóru – Völlum á Landi var á ferð frá því að sakramennta embættisbróður sinn austan ár þann 8. ágúst 1817. Prestur var einn á ferð og ætlaði yfir Rangá á vaði hjá Snjallsteinshöfðahjáleigu.

Stórutáarliðurinn prestsins Read More »

Aðsókn og reimleikar í Árbæjarkirkju

Reimleikar í Árbæjarkirkju voru kenndir stúlku sem drekkti sér í Ytri-Rangá 1890 voru tveir vinnumenn á Árbæ á Rangárvöllum úti í kirkju að kvöldi dags að spila á orgelið og syngja. Fyrr um daginn hafði verið jarðaður á staðnum ungur bóndasonur frá Rauðalæk. Kom þá sá dauði inn í kirkjuna í líkklæðunum og gekk í

Aðsókn og reimleikar í Árbæjarkirkju Read More »

Útburðarvæll og ljósagangur

Rimar heita lítið holt rúmlega kílómeter norðan og austan við bæjarhús á Efri – Rauðalæk. Þar sáust oft óútskýranleg ljós og sumir heyrðu þar útburðarvæl. Smalar voru smeykir við að vera þar á ferð í rökkri eða dimmviðri. Heimildarmaður að þessu er Ingveldur Jónsdóttir sem fædd var 1902 og var að eigin sögn alin upp

Útburðarvæll og ljósagangur Read More »

Lömb með hrafnsgogga

Guð launar fyrir hrafninn 1891 gerðist það á tveimur bæjum í Holtunum, Brekkum og Litlu Tungu að þar fæddust mörg vansköpuð lömb. Í stað snoppu höfðu lömbin trjónur líkar hrafnsgoggum. Atvik þetta var rakið til þess að sumarið áður höfðu piltar frá öðrum bænum skorið fætur undan hrafnsungum en skilið ungana eftir lifandi nærri hrafnslaupnum.

Lömb með hrafnsgogga Read More »

Reimleikar í Rjómaskálanum á Rauðalæk

Ómþýðar raddir sem enginn veit hvaðan koma Söðlasmíðaverkstæði er nú í gamla Rjómaskálanum á Rauðalæk og verslun með reiðtygi. Áður hefur verið þar Kaupfélag og vitaskuld rjómabú fyrstu árin. En laust upp úr aldamótum meðan rjómabúið var starfrækt bjó þar um tíma söðlasmiðurinn Árni Halldórsson og lifði af iðn sinni. Hann varð oft var við

Reimleikar í Rjómaskálanum á Rauðalæk Read More »

Huldukona fær lánað naut og Ölver í Ölversholti

Huldukona fær lánað naut Í Ölversholti í Holtum bar það við laust fyrir aldamótin að huldukona kom þar að næturþeli og fékk lánað naut. Hún skilaði nautinu aftur fyrir dagmál en það sem merkilegast þótti við þennan atburð að svo virðist sem hún hafi fengið að láni til ferðarinnar vinnukonu af næsta bæ, án þess

Huldukona fær lánað naut og Ölver í Ölversholti Read More »

Fimmhundraðadý og Kaldólfur

Saga örnefna Rétt sunnan við bæjarhús í Köldukinn er hóllinn Kaldólfur eða Kaldólfskinn. Sagt er að þar sé grafinn Kaldólfur sá er fyrstur byggði í Köldukinn og einnig hefur lifað sú sögn að bærinn hafi upphaflega heitið Kaldólfskinn. Kaldólfur var sóldýrkandi og trúði á þann sem skapað hefði sólina. Hann lét því grafa sig þar

Fimmhundraðadý og Kaldólfur Read More »

Reimleikar við Pulu

Það var draugagangur í gömlu Pulu og kirkjan var því færð í Marteinstungu. Hundraðsmannahellir er vestur af Pulutjörn. Þar leituðu hundrað manns skjóls vegna sóttar sem gekk yfir. Hellirinn hrundi, fólkið lést og gekk aftur.  Gamla – Pula heita friðlýstar næsta ógreinilegar bæjartættur skammt frá vegamótum Hagabrautar og Landvegar, vestan Hagabrautar. Austan Hagabrautar er svo

Reimleikar við Pulu Read More »

Huldufólksbyggð við krossgötur

Huldufólkið hefnir ef á að skemma bústaði þess.  Klettur heitir stuðlabergshóll rétt sunnan við krossgötur Hagabrautar og Kaldárholtsvegar. Gömul trú er að í klettinum sé huldufólksbyggð og þar megi ekki gera neitt jarðrask. Sigurður Sigurðsson (f. 1823) bóndi í Saurbæ braut gegn þessari bannhelgi þegar hann tók grjót úr Kletti til að stífla læk sem

Huldufólksbyggð við krossgötur Read More »

Huldufólksbyggðir og álagablettir í Kvíarholti – Álfadans og rauðleitar huldukýr

Huldufólksbyggðir og álagablettir í Kvíarholti Vestast í túni Kvíarholts er hóll sem heitir Hellishóll og svo vitnað sé beint í örnefnaskrá jarðarinnar: “…eru um hann munnmæli, að hann megi ekki hreyfa. Austan við bæinn er hóll sem heitir Bjalli. Þar býr huldufólk.” Karl Þórðarson bóndi í Kvíarholti sagði að um Hellishólinn séu þau munnmæli að

Huldufólksbyggðir og álagablettir í Kvíarholti – Álfadans og rauðleitar huldukýr Read More »