Galdrabókin í Skálholtskirkugarði

Strönd í Meðallandi

Sæmundur hafði galdrabókin heyrt af sínum góðum félagsmanni er Jón hét að sín ráð hafa vildi til að ná einni bók er þeir báðir vissu fyrrum niðurgrafna vera í Skálholtskirkjugarði með eigandanum. Hafði Jón sina lagskonu þetta vita látið. Sæmundur lagði honum ráðin og bað Jón eigi af bregða. Kemur so Jón til Skálholts, gengur í kirkju, læsir dyrum og meinar engan mann nálægan, kveður þrjár vísur. Við það sama opnast grafir í garðinum; kveður Jón enn vísu; gengu þá allir úr gröfunum og inn í kirkju. Fyrir þeim öllum gekk maður gamall og gráhærður og settist á forstólinn, hafandi bók í hendi sér. Jón kvað enn vísu í þriðja sinn; þá opnaðist bókin.

En í því sama bar so við að frilla Jóns gaf af sér hljóð mikið; hafði hún sem áður er sagt vitað af þessu hans áformi og fyrirtekt og af forvitni sinni gefið sig upp í kirkjuna, Jóni óvitandi, til að vita hvernig þetta mundi til ganga og leynt sér í kórnum. Varð hún nú fyrir drauganna áhlaupum so hún lærhrotnaði og hljóðaði þar af mjög sem sagt er. Við þetta hljóð varð mikið hark í kirkjunni; hljóp þá Jón i klukkustrenginn og hringdi; þar með hurfu burt allir þeir sem enn voru komnir með miklum gný og fóru aftur í grafir sínar, en Jón missti bókarinnar (Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 1, bls. 473-474).

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.