Huldufólksbyggð var talinn vera í gamalli bæjarrúst í Koteyjartorfunni í Meðallandi. Hér segir Einar Sigurfinnsson (1884-1979) frá Háu-Kotey í Meðallandi frá henni.
Ingimundur Sveinsson fiðluleikari, bróðir Kjarvals, gaf einu sinni út smárit sem hét huldudrengurinn. Í því segir hann meðal annars að hann hafi séð grátandi dreng við hól eða gamla bæjarrúst sem heitir Birga við Holtarimann sem er á milli Koteyjarbæjanna og Efri-Eyjar.Hann taldi þetta ekki hafa getað verið neitt annað en huldudrengur en það var lengi trú að í þessari Birgurúst væri huldufólk. Fólk þóttist heyra þar ýmislegt svo sem strokkhljóð og kvarnarhljóð.
Eftir sögn Einars Sigurfinnssonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í desember 1964 (SÁM 93/3623) sjá: https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1046794