Huldumaður í Vatnsholti

Huldumaður sem bjó í Vatnsholti sem er í landi Berustaða heillaði heimasætuna á bænum og gaf henni gullhring. Þetta gerðist í upphafi 20. aldar. Það fylgir sögunni að huldumaðurinn hét henni tryggð og órofa unaði en ástarraunum ef ekki yrði af hjónabandi þeirra. Faðir stúlkunnar brást við hatramlega. hann lagði hringinn á steðja og barði á með hamri en bannaði stúlkunni að hafa frekari mök við huldumanninn. Til að tryggja að það gengi eftir lét hann gæta hennar og tókst þannig að stía þeim í sundur en sagt er að konan hafi eftir þetta gengið heldur ólánlega í sínum karlamálum.
(HH1, StR)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.