Vatnahrútur

Hrútsvatn er rétt sunnan við hið forna stórbýli Ás og eru kynjadýr í vatni þessu. Sæmundur Hólm ritar á 19. öld að í vatni þessu sé nykur eða hippopotamus. Aðrar heimildir telja að í vatninu lifi mórauður hrútur. Hann er mórauður að lit. Í örnefnaskrá Áss er sagt að draugur hafi í fyrndinni haldið til í búrhorninu í Ási í mórauðu hrútslíki. Draugur þessi hafi síðan verið kveðinn niður í Hrútshelli sem var norðanvert við vatnið þar sem nú eru engjamörk Framness og Ásmúla. Vatnið hefur síðan brotið land þar sem hellir þessi var og er hann nú horfinn. Guðbjörn Jónsson (1922-2014) mundi eftir því úr æsku að merki sáust það hvar hellirinn hafði fyrrum verið en nú er þar aðeins bergsnös, spölkorn ofan við vatnsbakkann.

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.