Meira um festahringinn við Leiðvöll

Hér segir Einar Sigurfinnsson (1884-1979) frá Háu-Kotey frá festahringum sem sagður er hafa verið í bergi við bæinn Leiðvöll í Meðallandi í fyrri tíð.

Það eru sagnir um það að skipum hafi verið siglt upp eftir öllu Kúðafljóti, og upp að Leiðvelli. Margrét [Jónsdóttir (1849-1940) frá Leiðvelli] sagði mér það að þar hefði verið fram undir það sem hún fór að muna, berghald í kletti út við fljót sem álitið var að bundin hefðu verið skip við. Það var eins og það hefði verið klappað gat á bergssnös.Það eru sagnir um það að fljótið beri nafn frá skipi sem hafi heitað Kúði, sem hafi verið siglt þarna upp eftir því.

Eftir sögn Einars Sigurfinnsonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í nóvember 1967 (SÁM 89/1735) sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1005909

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.