Nykur í nautslíki var talinn vera í Flögulóni og segir Vigfús Gestsson frá Ljótarstöðum hér frá reynslu móður sinnar af honum.
Móðir mín var fædd á Flögu í Skaftártungu. Hún var dóttir Vigfúsar hreppsstjóra sem þar bjó þá. Hún man eftir því að þar var mikið talað um nykurinn í Flögulóni. Hún þóttist heyra í honum mikil öskur og það var oft á undan vondum veðrum sem hann lét sem verst. Og einu sinni segist hún hafa munað eftir því, að þau voru send eftir kúnum sem voru úti um sumarið en þá öskraði hann svo mikið að kýrnar hlupu austur úr. Þá voru þau send, börnin, að hlaupa fyrir þær. Og hún mundi eftir því að þeim gekk mikið illa að snúa þeim við, því þau voru þá náttúrulega mikið hrædd, því nykurinn öskraði þá svo mikið. En það gekk nú samt vel hjá þeim og þau höfðu að stoppa kýrnar og þær fóru ekki austur úr.
(Eftir sögn Vigfúsar Gestssonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 (SÁM 90/2307): https://ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012452