Oddastaður

Strönd í Meðallandi

Jólgeir landnámsmaður reið einu sinni hart frá bæ sínum, Jólgeirsstöðum; þá sá hann sand í sporum hestsins. Þá sagði hann: „Ekki verður þess langt að bíða að þessi jörð eyðileggist af sandfoki. Skal ég hér ekki lengur vera.“ Hann flutti sig þá burt með allt sitt og hét því að hann skyldi þar búa sem hann yrði staddur um sólarlag um kvöldið. Það var í Odda og þar byggði hann síðan; hvurnig sem þessu verður komið saman við Landnámu. Þau ummæli fylgja Oddastað frá fornöld að hann skal ávallt eflast með örlæti, en eyðast með nízku og segja menn það sé reynt að örlátastir búi þar bezt (Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 4, bls. 130).

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.