Seilasteinn

Seilasteinn (Ljósm. ÞNK)

Í Víkurfjöru er þessi steinn sem heitir Seilasteinn.

Sunnan Seilasteins er Víkurbás en þaðan var oft róið til fiskjar og einnig lent þar ef nægilega mikil sandfjara var í ,,Básnum”. Nafnið fékk steininn af því að þegar lent var lestuðum bát var fiskurinn ,,seilaður” þ.e. þræddur á band og í kippu sem síðan var dregin í land eftir lendingu. Þá varð að koma bandinu yfir steininn og seilin/fiskurinn dregin í land í fjöruna norðan hans.

Til gamans má geta þess að Halldór Jónsson, sem  rak Halldórsverslun í Vík og bjó í Suður-Vík,  hóf útgerð 1880 úr Víkurbás.

(Heimildarmaður er Þórir N Kjartansson í Vík í Mýrdal)

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.