Rangárþing eystra

Spegillinn

Huldukona felur spegil fyrir prestskonunni á Skógum Séra Ólafur Pálsson, afi séra Ólafs Pálssonar dómkirkjuprests, var prestur til Skóga undir Eyjafjöllum 1797-1835 og dót 1839. Hann bjó á Hólum. Síra Ólafur var kvæntur en þess er ekki getið hvað kona hans hét. Um þær mundir voru speglar mjög fátíðir og þótti prestskonunni því mjög vænt 

Spegillinn Read More »

Sóttur álfakaleikur

Sumt fólk hafði trú á töframætti hluta sem sagt var að kæmu frá huldufólki. Kaleikur sem var í Breiðabólstaðarkirkju á Rangárvöllum var einn þessara hluta. Hér segir Guðrún Filippusdóttir frá því er amma hennar, Þórunn Sigurðardóttir, leggur land undir fót og sækir kaleikinn góða fyrir tengdamóður sína sem læknaðist við það af geðveilu sinni.  Amma

Sóttur álfakaleikur Read More »

Höskuldur sterki í Berjaneskoti

Tvær sögur af Höskuldi sem bjó undir Eyjafjöllum og þótti ekki stíga í vitið. Ólafur hét maður er bjó að Hlíð undir Eyjafjöllum fæddur hér um bil á tímabilinu milli 1620 til 1640, almenn[t] kallaður gamli Ólafur. Hann var sonur Höskuldar í Hlíð Hannessonar Krangefods á Lambafelli litara, ættaður frá Írlandi, en kom hingað frá

Höskuldur sterki í Berjaneskoti Read More »

Múlakotsbræður

Jóni hefndist fyrir að vilja ekki sofa hjá konunni Á fyrsta hluta 19. aldar bjuggu með móður sinni bræður tveir á Múlakoti í Fljótshlíð sem hétu Jón og Ólafur. Það bar við einn nýársmorgun fyrir dag að Jón fór að gefa í lambhús. Kom þá þar til hans kvenmaður mjög vel búin og fremur lagleg.

Múlakotsbræður Read More »

„Ég er ánægð, ég hef mitt“

Álfkona sækir það sem barnið tók Það bar so við í Árkvörn í Fljótshlíð að vinnukona þar gekk út að Eyvindarmúla með barn sem hún átti, en þegar hún fór niðrettir fer barnið að benda upp í svonefnda Kapellulág og fer að segja: „ Sko gullið mamma,“ en hún sér ekkert. Hleypur barnið þegar upp

„Ég er ánægð, ég hef mitt“ Read More »

Huldumaðurinn í Stóruhólum

Huldumaður bjargar Margréti frá óveðri Þegar Margrét heitin Rafkelsdóttir (ɔ: Rafnkels) var á Núpakoti hjá föður sínum kom hún eitt sinn sem oftar úr sandinum; þá voru skipin fram undan Steinahelli eins og oft hefir verið. Þetta var um kvöldið nálægt dagsetursskeiði. Þá var fremur skuggsýnt því veður var þykkfengið. Í þetta sinn var hún

Huldumaðurinn í Stóruhólum Read More »

Huldufólk í Steinahelli

Steinahellir er nú þingstaður Eyjafjallasveitar síðan nokkru eftir aldamótin, en áður var þinghúsið í Holti. Hann hafði að fornu fari verið hafður fyrir fjárhellir Steinamanna, einkum þegar slæmt var veður. Litlar sögur hafa af honum farið, en allt um það er hann talinn bústaður álfa og er sú saga þar til meðal annara: Þegar síra

Huldufólk í Steinahelli Read More »