Álfar, huldufólk, dvergar

Spegillinn

Huldukona felur spegil fyrir prestskonunni á Skógum Séra Ólafur Pálsson, afi séra Ólafs Pálssonar dómkirkjuprests, var prestur til Skóga undir Eyjafjöllum 1797-1835 og dót 1839. Hann bjó á Hólum. Síra Ólafur var kvæntur en þess er ekki getið hvað kona hans hét. Um þær mundir voru speglar mjög fátíðir og þótti prestskonunni því mjög vænt  […]

Spegillinn Read More »

Átta konur í útlendum búningi í Mýrdal

1772 sáu margir menn á Hellum í Eystra-Mýrdal átta konur í útlendum búningi ganga frá Dyrhólaey til Reynisfjalls, fram með sjávarströndinni; gengu þær hægt og sungu á leiðinnni og léku á hljóðfæri. Konurnar hufu undir leiti fyrir vestan Reynisfjall og sáust ekki úr því. Lýður sýslumaður Guðmundsson tók vitnisburði af þeim, sem sáu þetta, og

Átta konur í útlendum búningi í Mýrdal Read More »

Sóttur álfakaleikur

Sumt fólk hafði trú á töframætti hluta sem sagt var að kæmu frá huldufólki. Kaleikur sem var í Breiðabólstaðarkirkju á Rangárvöllum var einn þessara hluta. Hér segir Guðrún Filippusdóttir frá því er amma hennar, Þórunn Sigurðardóttir, leggur land undir fót og sækir kaleikinn góða fyrir tengdamóður sína sem læknaðist við það af geðveilu sinni.  Amma

Sóttur álfakaleikur Read More »

Kvíarnar við Lambhúskletta

Kvíar voru hafðar um skeið við Lambhúskletta í Nýjabæ en þar var talin vera huldufólksbyggð. Hér segir Guðrún Oddsdóttir í Nýjabæ frá því hvernig það fór. Hér eru klettar sem ég hef lagt bann við að hreyfa. Lambhúsklettur heitir einn þeirra og annar Réttarklettur. Það voru nokkur sumur mjólkaðar ær þar í kvíum og á

Kvíarnar við Lambhúskletta Read More »

Kálgarðurinn í Kálfafellskoti

Sögur fara af því að blómleg huldufólksbyggð hafi verið við Kálfafellskot í Fljótshverfi. Hér segir frá því þegar hjónin Filippus Stefánsson og Þórunn Gísladóttir ljósmóðir, ábúendur í Kálfafellskoti, reyndu að rækta kálgarð á hlaði huldufólksins. Árið 1877 létu hjónin í Kálfafellskoti, Filippus Stefánsson og Þórunn Gísladóttir, byggja kálgarð fyrir vestan bæinn. Lega garðsins var mjög

Kálgarðurinn í Kálfafellskoti Read More »

Huldufólksbyggð í Ingveldarhól

Huldufólksbyggð er í Ingveldarhól sem er í suðurátt frá Stóru Völlum á Landi. Maður sem þarna var á ferð laust fyrir 1900 lagði sig við hól þennan og heyrði hann þá sagt inni í hólnum. “Láttu út trogið Stína” Gegnir þá önnur rödd og segir: “Ég get það ekki, það liggur dólgur í dyrunum.” Reis

Huldufólksbyggð í Ingveldarhól Read More »

Þurutóft – álög og reimleikar

Þurutóft heitir lítil grasi gróin rúst í fjárhúsatúni í landi Efra Sels. Þar bjó á liðinni öld einsetukerling sem Þuríður hét og eru þau álög á tóft þessari að hana má ekki slá og ekki hreyfa við henni. Einu sinni var það gert á þessari öld og urðu þá ýmis óhöpp hjá bóndanum og vinnumanni

Þurutóft – álög og reimleikar Read More »