Mýrdalur

Sporin í snjónum

Togarinn strandaði og mennirnir fengu óvænta leiðsögn til bæja Árið 1919, árið eftir að Katla gaus, flutti Hallgrímur bóndi Bjarnason, ásamt konu sinni, Áslaugu Skæringsdóttur, og stjúpsyni sínum Kjartani L. Markússyni og öðru heimilisfólki alfarinn burt úr Hjörleifshöfða. Höfðu þá forfeður Kjartans búið í Höfðanum frá 1831, er afi hans og amma, Loftur Guðmundsson og

Sporin í snjónum Read More »

Gamlir kirkjuviðir í Suður-Vík

Gamla fólkið vildi ekki nota tré eða muni úr kirkjum í íbúðarhús sín, þótti standa óhöpp af því og oft umgangur ósýnilegra vætta, sem spilltu heilsu manna og hræddu börn. Um aldamótin 1900 var þessi hégilja dáin út.  Dyrhólakirkja var rifin 1901-2, og eigandi hennar, Halldór Jónsson kaupmaður í Vík, tók aðalinn af timbrinu til

Gamlir kirkjuviðir í Suður-Vík Read More »

Oddnýjartjörn og Búrfell

Oddnýjartjörn

Húsfreyja mælti um og lagði á að aldrei skyldi veiðast í tjörninni  Á hálsinum milli Steigarlands og Ketilsstaðalands er tjörn í litlu dalverpi. Hún heitir Oddnýjartjörn, og er á öðrum stað sögn um nykur í henni. Veiði hafði verið í tjörninni og notuð frá Ketilsstöðum og eitthvað frá Brekkum, sem land áttu að tjörninni austan

Oddnýjartjörn Read More »

Að sjá þjóf

Gesturinn sýndi bónda hvernig væri hægt að sjá þjófinn.  Vetur einn, rétt fyrir jól, var stolið sauðarsteilum úr eldhúsrjáfri hjá Sæmundi bónda Bjarnasyni á Vatnsskarðshólum. Sæmundur hélt því lítt á lofti og grennslaðist ekki eftir um þjófinn fyrst um sinn. Vita þóttist hann að bláfátækur nágranni hans hefði gert þetta. Síðla þennan vetur bar gest

Að sjá þjóf Read More »

Forni Dynskógabúinn

Skipbrotsmanninum var vísað að Höfðabrekku Einhverju sinni var skipbrotsmaður skipreka á Mýrdalssandi. Skip hans hafði strandað og hann einn komst lífs af. Veður var slæmt og skyggni lítið, svo hann ráfaði um og vissi ekkert hvert hann átti að fara. Allt í einu sér hann mann koma á móti sér. Maður þessi var heldur fornlega

Forni Dynskógabúinn Read More »

Hörgslands-Móri rekinn út

Hörgslandsmóri á ferð í Vík í Mýrdal Hörgslandsmóri var afturgenginn hundur, sem vakinn hafði verið upp volgur. Var hann svo magnaður til að byrja með, að það þurfti að skammta honum mat, svo sem frá er sagt í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Um aldamótin síðustu var svo af honum dregið, að hann virtist máttlítill orðinn og

Hörgslands-Móri rekinn út Read More »