Skaftárhreppur

Rifinn álagablettur á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá afleiðingum þess að álagablettur var rifinn þar á jörðinni. Þorbjörn var bróðir þeirra systra, Elínar (1897-1974) og Kristínar (1892-1980) Bjarnadætra sem voru síðustu ábúendur á Heiði.  Á Heiði var rifinn sundur álagablettur, af bónda af næsta bæ. En síðan virðist vera komin einhver vera í […]

Rifinn álagablettur á Heiði Read More »

Hjónasteinn

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá Hjónastein á Kirkjubæjarklaustri. Það er steinn fyrir vestan bæinn á Klaustri sem er kallaður Hjónasteinn. Einu sinni voru hjón að breiða ull á hann á sunnudegi, og fór steininn þá yfir þau. Eftir sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2299). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1970

Hjónasteinn Read More »

Drukknun Oddnýjar í Holti

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá einkennilegum fyrirburði sem átti sér stað áður en Oddný Runólfsdóttir (1864-1912) húsfreyja í Holti drukknaði í Fjaðrá. Í kringum 1900 drukknaði kona frá Holti í Fjaðrá á Síðu. En áður en þetta gerðist heyrði mamma sunginn sálm sem hún kunni, í svokölluðu Hellisnesi, mjög snjallt.

Drukknun Oddnýjar í Holti Read More »

Gráhóll á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá álagahólinum Gráhól sem er í landareigin Heiði.  Á Heiði á Síðu er álagahóll fyrir neðan túnið, sem að Gráhóll heitir. Þetta er mjög skemmtilegur hóll, hann er eins og djúp skál í lögun og nokkrar mannhæðir að dýpt. Og það mátti aldrei láta illa þarna,

Gráhóll á Heiði Read More »

Hrafninn við Breiðbalakvísl

Skaftfellingar, líkt og aðrir Íslendingar, höfðu ríka trú á hrafninum. Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1876-1965) frá Heiði á Síðu frá hrafni sem hjálpaði honum á ferðalagi , líklega á þeim árum sem hann var vinnumaður á Hörgslandi á Síðu, og síðan frá feigðarspá þeirra á undan andlátum bænda í sveitinni.  Einu sinni var ég að

Hrafninn við Breiðbalakvísl Read More »

Landbrot og Nýkomi

Hér segir Þórarinn Helgason (1900-1978) bóndi og fræðimaður í Þykkvabæ í Landbroti frá fornminjum í Landbroti og tilgátum sínum um landnám í byggðarlaginu.  Það er ráðgáta hvað þessi sveit, Landbrotið hefur kallast til forna. Það segir um landnám Ketils fíflska á Kirkjubæjarklaustri í Landnámu eitthvað á þá leið að hann hafi fest byggð sína að

Landbrot og Nýkomi Read More »

Festahringur í Seglbúðum

Hér segir Þórarinn Helgasson (1900-1978) bóndi og fræðimaður frá Þykkvabæ í Landbroti frá festahringi sem lengi var i bergi við Seglbúða og gerir grein fyrir kenningum sínum um landnám í Landbrotinu.  Það eru munnmæli um það að það hafi verið skipagengt upp að Seglbúðum og þar hafi fundist festahringur í bergi. Ég heyrði elstu menn

Festahringur í Seglbúðum Read More »

Skjaldartjörn og Syngjandi

Hér segir Þórarinn Helgason (1900-1978) bóndi og fræðimaður frá Þykkvabæ í Landbroti frá nykrum í tjörnum í landi Kársstaða í Landbroti.  Hér í Landbrotinu er tjörn sem heitir Syngjandi og í henni átti að vera nykur. Skjaldartjörn er á sömu slóðum, við Kársstaði í Landbroti. Í henni átti að vera boli sem dró á eftir

Skjaldartjörn og Syngjandi Read More »

Villiféð við Sólheimagil

Hér segir Þórarinn Helgason (1900-1978) bóndi og fræðimaður frá Þykkvabæ í Landbroti frá villifé sem tók sér bólfestu á Síðuafrétti eftir Skaftárelda en var að lokum handsamað og fellt í Sólheimagljúfri við Hrútafjöll.  Sveinn Alexanderson (1761-1845) flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Skál að Sólheimum í Mýrdal í Skaftáreldum. Það lifði fátt af fjárstofni þeirra eftir

Villiféð við Sólheimagil Read More »

Skrímsli við Selárgljúfur

Hér segir Þórarinn Helgason (1900-1978) bóndi og fræðimaður frá Þykkvabæ í Landbroti frá viðureign afréttarmanns við skrímsli við Selárgljúfur snemma á 20. öld.  Bændur úr Landbroti voru að koma úr afréttarsafni um haust. Einn maðurinn veiktist, Þorkell Einarsson í Ásgarði, og gat eigi fylgt safninu. Þá urðu eftir með honum tveir eða þrír menn, Jón

Skrímsli við Selárgljúfur Read More »

Bein Vigfúsar geysis

Hér segir Þórarinn Helgason (1900-1978) bóndi og fræðimaður frá Þykkvabæ í Landbroti frá einkennilegum fyrirburði sem varð til þess að bein förumannsins Vigfúsar Jónssonar geysis (1797-1867) fundust en hann hafði orðið úti nálægt Hunkubökkum.  Langamma mín, Sigríður, var húsfreyja á Hunkubökkum. Amma mín var fædd 1833 en hvenær Sigríður dó veit ég ekki. En sá

Bein Vigfúsar geysis Read More »