Draugar

Reimleikar í Nýjabæ í Meðallandi

Vestasti Koteyjarbærinn í Meðallandi hét Nýibær og fór sá bær í eyði 1959. Seint á 19. öld ólst þar upp Jón Sverrisson (1871-1968) og segir hann hér frá reimleikum sem þar urðu sem taldir voru tengjast andláti nágrannakonu hans, Elínu á Auðnum. Þegar ég var smástrákur, svona sex eða sjö ára, þá var þannig ástatt […]

Reimleikar í Nýjabæ í Meðallandi Read More »

Reimleikarnir á Hofi á Rangárvöllum

Vofa Sólborgar Jónssonar, sem var ásökuð um að hafa fyrirkomið barni sínu og var talinn hafa framið sjálfsmorð í kjölfarið þar sem hún var í varðhaldi í Þistilfirði 1893, gerði vart við sig víða. Hún var talinn fylgja Einari Benediktssyni, sem var settur sýslumaður Þingeyinga á þessum tíma og átti að rannsaka mál hennar, og

Reimleikarnir á Hofi á Rangárvöllum Read More »

Höfðabrekku-Jóka og Bárður Skæla

Ýmsar sögur eru til um Höfðabrekku-Jóku og ber þeim ekki alltaf saman um uppruna afturgöngu hennar. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá Nýjabæ í Meðallandi, síðar bóndi á Skálmabæjarhraunum og Holti í Álftaveri frá uppruna hennar og heimsókn hennar í Kerlingardal. Höfðabrekku-Jóka var trúlofuð ungum manni og hann brá heitorði við hana og fór út

Höfðabrekku-Jóka og Bárður Skæla Read More »

Mela-Manga

Mela-Manga röltir prjónandi um Meðallandið Það bar til fyrir löngu, að stúlka ein umkomulítil, er Margrét hét, var á ferð um vetur á Kirkjumelunum í Meðallandi eða í nánd við þá. Var hún með prjóna sína, eins og títt var fyrr meir um konur, er þær fóru bæjarleið á þeim tíma árs. Veður var milt

Mela-Manga Read More »

Sporin í snjónum

Togarinn strandaði og mennirnir fengu óvænta leiðsögn til bæja Árið 1919, árið eftir að Katla gaus, flutti Hallgrímur bóndi Bjarnason, ásamt konu sinni, Áslaugu Skæringsdóttur, og stjúpsyni sínum Kjartani L. Markússyni og öðru heimilisfólki alfarinn burt úr Hjörleifshöfða. Höfðu þá forfeður Kjartans búið í Höfðanum frá 1831, er afi hans og amma, Loftur Guðmundsson og

Sporin í snjónum Read More »

Hörgslandsmóri kemur að Kálfafellskoti

Hörgslandsmóri þótti gera víða vart við sig á bæjum á undan fólki frá Hörgslandi. Hér segir Guðrún Filippusdóttir frá tveimur komum móra að Kálfafellskoti undir lok 19. aldar. Þegar ég var á sjöunda ári að ég held, var ég send heim eftir drykk handa fólkinu, það var að heyja úti á engjum rétt utan við

Hörgslandsmóri kemur að Kálfafellskoti Read More »

Gamlir kirkjuviðir í Suður-Vík

Gamla fólkið vildi ekki nota tré eða muni úr kirkjum í íbúðarhús sín, þótti standa óhöpp af því og oft umgangur ósýnilegra vætta, sem spilltu heilsu manna og hræddu börn. Um aldamótin 1900 var þessi hégilja dáin út.  Dyrhólakirkja var rifin 1901-2, og eigandi hennar, Halldór Jónsson kaupmaður í Vík, tók aðalinn af timbrinu til

Gamlir kirkjuviðir í Suður-Vík Read More »